Dagskrá afmæilsvikunnar

Gleðilega afmæliviku! Þá er það loka vikan í 60 ára afmælisfögnuði Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Meðfylgjandi er dagskrá vikunnar en það er, eins og sjá má, mikið um að vera. Minnum á að margar hendur vinna létt verk. Hlökkum til að sjá ykkur.

Mánudagur – Bíó
Á mánudaginn verður Bíó Paradís með sérstaka björgunarsveita sýningu á myndinni Norð Vestur. Norð Vestur fjallar um atburðarás björgunaraðgerða á Flateyri eftir að mikið snjóflóð féll á bæinn í október 1995. Snjóflóðið reyndist eitt það mannskæðasta í sögu landsins en alls fórust 35 manns í flóðum árið 1995. Efni myndarinnar tengist okkur mikið og við hvetjum félaga til að nýta þetta tækifæri til að sjá myndina (myndin er ekki lengur í almennri sýningu). Tilboð á popp og kók í hléi.

Bíó Paradís er á Hverfisgötunni (gamli Regnboginn) og myndin hefst 20.20.
 

Þriðjudagur – afmælisundirbúningur I
Á þriðjudaginn verður Flugvallavegurinn sjænaður fyrir afmælisveisluna á föstudaginn. Þar þarf að skúra, skrúbba og bóna útúr dyrum. Skyldumæting. Bogga er yfir-þrif-og-tiltektarstjóri og mun hún útdeila verkefnum með harðri hendi. Mæting 20.

Þeir sem ekki hafa enn orðið sér útum miða á hina stórglæsilegu árshátíð FBSR á laugardaginn gera það hér og nú. Einnig verða nýju vegabréfaveskin til sölu. Krunka er yfir-miðavörður. Posi á staðnum

Miðvikudagur – frjáls dagur
 


Fimmtudagur – afmælisundirbúningur II

Á fimmtudaginn er annar í afmælisundirbúningi. Nú þarf að klára að græja húsið fyrir föstudaginn. Við þurfum við fullt af höndum í að færa, flytja, fela, setja upp og stílisera – borð, stóla, ljós og hitt og annað. Magnús Viðar er yfir-stíliseri. Mæting 18.

Föstudagur – afmælisboð
Loksins er komið að afmæliskökunni! Við verðum eins og áður hefur komið fram með afmælisveislu á föstudaginn frá 17 til 19. Þarna verður allt frægasta fólkið, girnilegustu kræsingarnar og skemmtilegasta dagskráin. Að sjálfsögðu mætum við öll. Hvetjum félaga til að mæta í FBSR flíspeysum/polobolum.

Laugardagur – ÁRSHÁTÍÐ
Á laugardaginn er það sjálf árshátíðin. Mæting á Flugvallarveginn í fordrykk kl 18. Miðar á árhátíðina hafa rokið út og er búist við topp-mætingu. Láttu þig ekki vanta!

Afmæliskveðja,
Stjórnin