Frábærar umræður á fundinum og málstofurnar voru stórgóðar. Mörg þörf málefni rökrædd og skoðanir annarra eininga voru virkilega athyglisverðar og hvetjandi.
Frábærar umræður á fundinum og málstofurnar voru stórgóðar. Mörg þörf málefni rökrædd og skoðanir annarra eininga voru virkilega athyglisverðar og hvetjandi.
Hæ félagi.
Núna er að finna á vef Landsbjargar www.landsbjorg.is/skoli upplýsingar
um sjálfsmat og stöðumat. Takist þér vel upp í sjálfsmatinu þá er næsta
skref að taka stöðumat.. Hér er um að ræða möguleika að taka "test" á kunnáttu sinni og
takist það vel færðu það skráð auk metið sem fullt námskeið og málið er dautt.
Námskeiðin sem eru í boði eru: fyrsta hjálp, fjallamennska 1, leitartækni, snjóflóð 1 og ferðamennska.
Kveðja Ottó.
Þessa stundina eru Lávarðar að funda í hús í sínu venjulega laugardagskaffi og hafa menn frá mörgu að segja. Í salnum er síðan námskeið fallhlífaklúbbsins og sleðamaðurinn Stefán Már að vinna í salnum. Mikið líf í húsi þessa stundina.
Ottó.
Stjórnarfundi var að ljúka fyrir stundu og er það ákvörðun stjórnar að FBSR mun ekki taka þátt í hálendisgæslunni þetta árið. Séu spurningar varðandi ákvörðunina þá sendið mér netpóst eða hringið í mig.
Ottó.
Hæ flubbi
Miðvikudaginn 7. mars klukkan 20.30 – 22.00 verður haldinn opinn rýnifundur með svæðisstjórn á svæði 1 í húsnæði FBSR.
Hlakka til að sjá sem flesta á fundinum.
Kveðja Ottó Eðvarð.
Laugardaginn 24. mars næstkomandi verður haldinn landshlutafundur á höfuðborgarsvæðinu fyrir
einingar á svæði 1 og 2. Sjá nánari upplýsingar sem þér voru sendar á netpósti fyrr í kvöld.
Með kveðju,
Ottó Eðvarð
26. janúar 2012 klukkan 02:03
FBSR 5 með þeim Hauki Inga og Eyþóri Snorrasyni er við störf vegna ófærðar, verkefnin eru þónokkur skv. fjarskiptum og eru bæði snjóbíll Ísak og Hagglundinn komnir út að aðstoða líka.
Alltaf gaman að vita af snjóbílum við störf.
Kveðja heimastjórn.
Alls fóru 9 manns frá okkur af stað í útkallið, 3 vélsleðamenn á FBSR-6
og 5 björgunarmenn á FBSR-5, einnig fór 1 björgunarmaður á einkabíl.
Útkallið var afturkallað áður en okkar fólk kom á staðinn þrátt fyrir að
allir hafi verið lagðir af stað úr húsi innan við 20 mínútum eftir að
útkallið kom.
Kv, heimastjórn
Fjórir björgunarmenn á Fbsr6 fóru út seinnipart dags til aðstoðar í illviðri á Reykjavíkursvæðinu.
Síðustu menn komu heim í hús kl 2 11.jan
Nú stendur yfir útkall á Hellisheiði og Þrengslunum. Frá okkur hefur farið út úr húsi FBSR 6, FBSR 5 og FBSR 4. með 10 manns innanborðs.