Greinasafn fyrir flokkinn: Fallhlífasvið

Fallhlífastökk á Grænlandi – Myndband

Fallhlífastökkvararnir okkar stukku úr vél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, í gær en æfingin gekk út á að koma farþegum og áhöfn skemmtiferðaskipsins Arctic Victory til bjargar, en skipið hafði strandað og eldur kviknað í því við Grænlandsstrendur. Þurfti að koma 200 farþegum og 48 manna áhöfn til bjargar eftir að neyðarkall var sent í kjölfar strands og eldsvoða.

Flugvélin flaug með sjö fallhlífastökkvara frá flugbjörgunarsveitinni á svæðið og stukku þeir út yfir eyjuna Ella. Fimm stukku úr 4.000 fetum og tveir úr 1.000 fetum. Einnig var ýmsum björgunarbúnaði, tjöldum og vistum fyrir aðhlynningarstöð, kastað út í 300 fetum. Gekk aðgerðin vel, að því er segir í tilkynningu frá Gæslunni.

Myndband má sjá af stökkinu hér fyrir neðan, en mbl.is fjallaði einnig um stökkin.

Sarex Greenland 2013 fallhlífastökk from Landhelgisgaeslan on Vimeo.

 

 

Fallhlífasvið á leið á SAREX á Grænlandi

Sjö félagar úr fallhlífahóp Flugbjörgunarsveitarinnar taka þátt í björgunaræfingu á Grænlandi í dag og á næstu dögum, en þeir héldu af stað rétt í þessu áleiðist til Grænlands. Björgunaræfingin er samstarfsverkefni þjóða Norðurheimsskautsráðsins og miðar að því að samþætta ólíkar björgunareiningar frá löndum þess. Fyrir hönd Íslands taka þátt Landhelgisgæslan, nokkrar einingar Landsbjargar, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Almannavarnir.

fbsr

 

Æfingin er sett upp þannig að skemmtiferðaskip með um eitt þúsund farþega brennur og sekkur við Ella eyju. Viðbragðsaðilar þurfa að staðsetja skipið, slökkva elda og flytja sjúklinga og skipbrotsmenn til Reykjavíkur. Hlutverk Flugbjörgunarsveitarinnar er að senda 7 fallhlífastökkvara með flugvél Landhelgisgæslunnar til aðstoðar. Þeir munu stökkva með tjöld og vistir til þess að setja upp aðhlynningarstöð á eyjunni og sinna skyndihjálp.
Stökkvararnir eru:
Ásmundur Ívarsson
Emil Már Einarsson
Heiða Jónsdóttir
Jóhann Garðar Þorbjörnsson
Snorri Hrafnkellsson
Steinar Sigurðsson
Stefán Ágúst
fbsr2