26. janúar 2012 klukkan 02:03
FBSR 5 með þeim Hauki Inga og Eyþóri Snorrasyni er við störf vegna ófærðar, verkefnin eru þónokkur skv. fjarskiptum og eru bæði snjóbíll Ísak og Hagglundinn komnir út að aðstoða líka.
Alltaf gaman að vita af snjóbílum við störf.
Kveðja heimastjórn.
Greinasafn eftir: stjorn
Útkall, vélsleðaslys Skálafelli
Alls fóru 9 manns frá okkur af stað í útkallið, 3 vélsleðamenn á FBSR-6
og 5 björgunarmenn á FBSR-5, einnig fór 1 björgunarmaður á einkabíl.
Útkallið var afturkallað áður en okkar fólk kom á staðinn þrátt fyrir að
allir hafi verið lagðir af stað úr húsi innan við 20 mínútum eftir að
útkallið kom.
Kv, heimastjórn
Óveðursaðstoð Reykjavík
Fjórir björgunarmenn á Fbsr6 fóru út seinnipart dags til aðstoðar í illviðri á Reykjavíkursvæðinu.
Síðustu menn komu heim í hús kl 2 11.jan
Útkall Hellisheiði og Þrengslin
Nú stendur yfir útkall á Hellisheiði og Þrengslunum. Frá okkur hefur farið út úr húsi FBSR 6, FBSR 5 og FBSR 4. með 10 manns innanborðs.
Útkall fastir bílar í efri byggðum R-vík
Þakkir og þrettándasala
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík vill þakka öllum þeim er styrktu starf sveitarinnar með kaupum á jólatrjám og/eða flugeldum núna í desembermánuði. Salan gekk vonum framar og með henni er rekstur sveitarinnar tryggður áfram 🙂
Við minnum jafnframt hina sprengiglöðu á að við verðum með þrettándasölu í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg 5. og 6.janúar.
Sölustaðurinn verður opinn sem hér segir:
Fimmtudagur: 16:00 – 20:00
Föstudagur: 12:00 – 20:00
Útkall við Nesjavelli
Þessa stundina stendur yfir aðgerðin fastur bíll á Nesjavallaleiðinni. Á svæðinu eru FBSR 4 og 5 með Magnús Ægi. Sveini, Bryjólfi, Davíði, Addý og Guðjóni Benf.
Gríðarlega mikill snjór er á svæðinu og færðin mjög erfið.
Kv. heimastjórn
Neyðarlögin 2011
Nú er að fara í gang söfnunarátak til handa björgunarsveitum landsins með sölu á geisladisknum Neyðarlögin 2011 fram til áramóta.
Við væntum þess að björgunarsveitir skipuleggi sem fyrst sölu á honum með því að ganga í hús í sínu byggðarlagi sem og með sölu við verslanir og þjónustustofnanir. Diskurinn kostar þar 2.500 krónur.. Diskurinn verður jafnframt seldur í verslunum og bensínstöðum til áramóta.
Sjá einnig fésbókarsíðuna http://www.facebook.com/pages/
Finna má nánari upplýsingar í netpósti sem sendur hefur verið á netfangið þitt.
MYNDASÝNING Á ÞRIÐJUDAGINN!
ó hó hó…. kominn snjór og tími á skemmtilega myndasýningu á Þriðjudaginn kemur (29. nóv) kl. 20.00 niður í Sveit. Halli Kristins og Maggi Andrésar sýna myndir úr ferð sem þeir félagar fóru á fjallið Mt. Kazbek í Georgíu í ágúst stl. Allir að mæta með góða skapið og skrifblokk fyrir eiginhandaáritanir….
Hér er smá upprifjun af „“statusi““ sem var póstaður á facebook síðu FBSR eftir ferðina.
——-
Flubbar fyrstir Íslendinga á Mount Kazbek
Flubbarnir Hallgrímur Kristinsson og Magnús Andrésson komust núna á mánudaginn 15. Ágúst, fyrstir Íslendinga á top Mount Kazbek í Georgíu (5.047 mys). Þeir voru þar á ferð með fimm öðrum Íslendingum og komust allir á toppinn eftir fjögurra daga aðlögun á fjallinu. Mount Kazbek er eitt af hæstu fjöllum Kákasus fjallgarðsins og stendur á landamærum Georgíu og Rússlands. Fjallið er hæsta eldfjall Georgíu og þykir eitt fallegasta fjall Kákasus enda er það gjarnan notað á kynningarefni fyrir Georgíu. Hallgrímur og Magnús voru á toppnum um hádegi á Georgískum tíma en höfðu lagt af stað úr efstu búðum um klukkan fjögur um morguninn. Samtals tók toppadagurinn um 14 klst. Sól var á toppnum en töluverður vindur og hálfskýjað. Á meðfylgjandi mynd má sjá félaganna bera stoltur fána FBSR á toppnum
Aðstoð í Reykjadal
27. nóvember 2011. Þessa stundina eru þeir Magnús Viðar, Viktor, Sveinn Hákon, Magnús Ægir og Eyþór Kári í þessu verkefni.
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út til aðstoðar erlendum ferðamanna í Reykjadal á Hellisheiði. Sá hringdi inn til Neyðarlínu og óskaði eftir aðstoð, telur sig fótbrotinn. Björgunarsveitir frá Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi eru á leið á staðinn en reynist ástand hans rétt þarf að bera viðkomandi langa leið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu. Til þess þarf á bilinu 10 – 20 björgunarsveitarmenn enda aðstæður þannig að hált er á svæðinu.
Kv. Heimastjórn.