Annasöm helgi framundan

Nú um helgina verður í nógu að snúast.  Leit í Skaftafelli (10-15 manns alla helgina), framkvæmdir í húsi (minnst 40 manns) og gæsla (10 manns á laugardagskvöld)  eru verkefnin en það er langt síðan við höfum þurft jafn margar hendur á sama tíma, ef frá er talin flugeldavertíðin.   Þó þú getir ekki séð af nema klukkutíma á laugardaginn, mættu á Flugvallarveginn og kíktu á dagskrá vetrarins.