Afmæli Magnúsar Hallgrímssonar

Hann Magnús okkar Hallgríms átti 75 ára afmæli 6. nóv síðastliðinn og ætlar að bjóða til veislu núna um helgina.  Magnús hefur verið virkur félagi í sveitinni í fjöldamörg ár en yngri félagar muna sennilega best eftir honum sem Magga í Miðskálanum frá smíðaferðunum í Tindfjöllum, meistara í bruggun fjallates og höfðingi heim að sækja.

Veislan verður í félagsheimili Háteigskirkju 17. nóvember klukkan 20:00

Þeir sem vilja óska honum til lukku með daginn geta haft samband í síma 898 6659 og meldað sig við hann.

155 ára afmæli

Hlíf Ólafsdóttir lífeindafræðingur verður áttræð þann 23 nóvember næstkomandi.  Maður hennar, Magnús Hallgrímsson verkfræðingur, varð 75 ára fyrr í mánuðinum.  Þau hjónin munu taka á móti gestum í safnaðarheimili Háteigskirkju laugardaginn 17. nóvember milli kl. 20 og 23.  Þau vonast eftir að sjá sem flesta af vinum og ættingjum.