Aðstoð á Kirkjubæjarklaustri

Í dag, 24. maí, er sveitin að störfum á Kirkjubæjarklaustri. Tveir hópar lögðu af stað í nótt til þess að aðstoða heimamenn eftir þörfum.

Uppfært:

Hópar frá Ársæli og Flugbjörgunarsveitinni eru að störfum á svæðinu við Kirkjubæjarklaustur, samtals þrír hópar af svæði 1 sem verða að störfum frammá kvöld en einnig eru þar hópar af fleiri svæðum. Einnig fer fjarskiptahópur úr Hafnarfjarðarsveitinni austur til að aðstoða við fjarskiptamál.

Varðandi framhaldið þá er mikil óvissa um verkefni næstu daga en við gerum ráð fyrir að fara aftur í lok vikunnar.