Útkall í Suðursveit

Í gærkvöld var hópur frá FBSR sem staddur var á Hnappavöllum um helgina kallaður út til að aðstoða sveitir í Suðursveit við að athuga ástand á bæjum í sveitinni. Luku þau verkefnum um fjögurleitið og lögðu þá af stað norður fyrir í átt til Reykjavíkur.

Nú um klukkan þrjú voru þau stödd á Egilsstöðum svo búast má við að þau verði komin til borgarinnar seinni hluta kvölds.