Eldgos í Grímsvötnum

Vélsleðamenn FBSR voru í gær fengnir til þess að aðstoða jarðvísindamenn til að komast nærri gosinu í Grímsvötnum. Lögðu þeir af stað í nótt og er búist við að þeir verði komnir að gosinu um hádegisbil 22.maí.

Uppfært: Ekki var fært á jökulinn á vélsleðum þar sem að færið er of hart og því ekki lagt af stað. Stefnt er að því að notast við snjóbíla þess í stað.