Aðalfundur þriðjudaginn 27 maí kl. 20.00

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður haldin þriðjudaginn 27 maí nk. kl 20:00.

Dagskrá aðalfundar:

1.      Formaður setur fundinn, en fundurinn kýs sér fundarstjóra og fundarritara.

2.      Stjórnin gefur skýrslu um störf frá liðnu starfsári og leggur fram til samþykktar endurskoðaðan rekstrar- og efnahagsreikning liðins árs af félagslega kjörnum endurskoðendum félagsins.

3.      Inntaka nýrra félaga.

4.      Hlé – Kaffiveitingar á vegum kvennadeildarinnar, kr. 1.000

5.      Kosinn formaður (til eins árs).

6.      Kosnir 2 meðstjórnendur (árlega til tveggja ára).

7.      Kosnir 2 varastjórnendur (til eins árs).

8.      Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara.

9.      Önnur mál.

Við hvetjum alla félaga til að koma á aðalfundinn á hafa áhrif á þær ákvarðanir sem þar verða teknar.

Tveir núverandi stjórnarmeðlimir sitja áfram í stjórn og mun því þurfa að kjósa um 2 nýja meðstjórnendur, tvo nýja varastjórnendur og formann.

Með kveðju,

Elsa Gunnarsdóttir

Ritari FBSR