Viðbúnaður á REK vegna farþegavélar

Laust fyrir klukkan fimm  í dag barst útkall vegna Fokker Friendship flugvélar. Vélin var að koma inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli með 26 manns um borð. Óttast var að nefhjól vélarinnar hefði ekki farið niður og var þá strax sett í gang viðbragðsáætlun.

Þegar vélin nálgaðist flugvöllin kom í ljós að
óttinn var ástæðulaus. Öll hjól vélarinnar voru í lendingarstöðu og í
fullkomnu lagi. Þá höfðu aðeins liðið 10 mín. frá því að kallað var út.
Vélin lenti án nokkurra vandkvæða og var útkallið afturkallað áður en
björgunarmenn komust úr húsi.

Skildu eftir svar