Útkallsæfing & kassapartý

Á laugardaginn (28.nóvember) byrjum við daginn á útkallsæfingu undir stjórn Steinars æfingastjóra, mæting í hús kl. 8.30 – tilbúin í hvað sem er. Áætlað er að æfingunni verði lokið um kl. 16.00. Þessi æfing er aðeins ætluðum inngengnum félögum.

Um kvöldið verður svo hinn ævaforni siður Flubba heiðraður í formi Kassapartýs. Gleðin verður að Austurstönd 3, Seltjarnarnesi og hefst 21:00. Minnum stökkvara á að koma með skuldir sínar en annars gildir sú regla að hver sjái um sínar veigar.

Sjáumst á laugardaginn!