Tvær stúlkur í sjálfheldu

Um hádegisbil annars desember var kallað út á hæsta forgangi, Forgangur 1 – Rauður, vegna tveggja stúlkna sem lent höfðu í sjálfheldu í felli austan við Hafravatn. Um var að ræða hóp unglinga sem höfðu verið á gangi þegar
tvær stúlkur misstu fótanna og runnu fram af fellinu. Þar sátu þær í
sjálfheldu.

Beðið var sérstaklega um fjallbjörgunarmenn. Svo heppilega vildi til að
nægur mannskapur var í húsi hjá okkur enda undirbúningur fyrir
jólatrjáasölu að hefjast.Viðbragstíminn var því afar stuttur. Þegar okkar menn voru á leið að Hafravatni tóku þeir eftir fólki á gangi í nágrenninu nokkuð frá slysstaðnum. 

Þegar aðgerðir voru ný hafnar við að koma stúlkunum tveimur niður kom í ljós að hluti af hópnum hafði villst og var undirbúið að hefja leit að þeim. Okkar menn tilkynntu þá að þeir hefðu séð fyrrgreint fólk á gangi á svæðinu. Sexhjól var sent þangað sem fólkið hafði sést og kom þá í ljós að það voru ungmennin sem höfðu villst af leið og var þeim komið til bjargar. Björgun stúlknanna tveggja úr sjálfheldunni gekk einnig giftusamlega.

Skildu eftir svar