Þota með bilaðan hreyfil

Rétt upp úr kl. 15 í dag barst útkall vegna farþegaþotu með annan af
tveimur hreyflum óvirkan. Vélin átti að öryggislenda í Keflavík með 176 farþega innanborðs.

Flugstjóra þotunnar, sem var Boeing 757 frá Continental Airlines,
tókst að gangsetja hreyfilinn rétt fyrir lendingu og lenti hún því á
eðlilegan hátt án nokkurs skaða. Útkallið var því afturkallað fljótlega
eftir lendinguna.

Mikill viðbúnaður fór af stað samkvæmt viðbragðsáætlun.
Flugbjörgunarsveitin sendi tvo bíla með 12 manns af stað. Báðir bílar
voru farnir úr húsi á innan við 20 mín. eftir að útkallið barst og voru
þá fleiri björgunarmenn á leiðinni í hús. Björgunarsveitum var stefnt
að biðsvæðinu í Straumsvík.

Myndin er fengin að láni frá fréttavef RÚV, en þar er ítarleg frétt um þennan atburð.

Skildu eftir svar