Stökkhelgi framundan


Fallhlífahópur FBSR stefnir á Hellufjör um helgina. Ætlum að byrja helgina á bóklegri ferkanntaðristatiklínukennslu á föstudagskvöld klukkan 17 og seinnihluti bóklega partsins verður kenndur fyrir hádegi á laugardaginn. Eftir bóklega námskeiðið verður farið beinustu leið á Hellu að hoppa. Að sjálfsögðu verður hörkufjör á Hellu fram á sunnudag svo það er skylda að taka með sé eitthvað djúsí á grillið ásamt útilegubúnaði. Heiða svarar spurningum um helgina á FBSR spjallinu og í síma: 867-3755.  

Minni á að hvort sem það er sumar, vetur vor eða haust þá eru þriðjudagskvöld alltaf flubbakvöld! Það í nógu að snúast fyrir komandi vetur og alltaf hægt að finna sér eitthvað til dundurs. Næsta þriðjudag ætlar Fjallahópur að freista þess að breyta kútum í kippur með nettu hlaupi kringum flugvöllinn. Ef þú átt kút en langar í kippu þá endilega komdu með. Lagt af stað á slaginu 19:00 frá FBSR. Hluti fjallahópsins undir stjórn Atla spottagúrú nýtti síðustu viku og helgi til æfinga fyrir Rigging for Rescue námskeiðið sem haldið verður á í lok september. Aldrei að vita nema ferðasaga og myndir detti inn á netið fyrr en síðar. Veturinn hefst svo formlega 25. ágúst með allsherjar þrifnaði á Flubbahöllinni. Skítnum verður skolað niður í kassageimi. Þetta er dagur sem þú vilt EKKI missa af svo taktu hann frá í tíma!! 

Skildu eftir svar