Snjóflóð við Hvannadalshnjúk

Fimm manns lentu í snjóflóði núna laust eftir hádegi í dag á milli Dyrhamars og Hvannadalshnjúks. Þrír þeirra eru lemstraðir og brotnir en allir á lífi. Fallhlífahópur FBSR lenti við slysstað kl. 16:03 og er þetta í fyrsta skiptið sem björgunarstökk er stokkið hér á Íslandi. Þyrla LHG gat ekki lent á slysstað sökum lélegs skyggnis.

Núna eru félagar okkar úr fallhlífahópi staddir á slysstað við Hvannadalshnjúk. Þeir stukku úr TF-SYN Fokker flugvél Landhelgisgæslunnar klukkan 16:03, en laust um klukkan 14 í dag barst neyðarkall frá fimm fjallgöngumönnum sem höfðu lent í snjóflóði á milli Dyrhamars og hnjúksins í u.þ.b. 1950 metra hæð. Þeir eru allir á lífi en þrír þeirra eru nokkuð slasaðir. Þetta er í fyrsta skiptið 55 ára sögu Flugbjörgunarsveitarinnar sem stokkið er björgunarstökk. Þyrla LHG gat ekki athafnað sig við slysstað sökum lélegs skyggnis en hún hefur verið að flytja björgunarmenn nær vettvangi. Við bíðum núna átekta frétta frá slysstað.

Skildu eftir svar