Lokafrágangur

Tiltekt eftir flugeldasölu er árlegur viðburður og hefur vaskur hópur sinnt verkinu undanfarna daga.   Það sem eftir er mætti kalla snurfuss en í því felst að skúra gólf, fægja glugga og flytja til sófasett.  Í kvöld klukkan 18 verður haldið áfram tiltektinni og sjáum við vonandi sem flesta.

Ef þú kannt ekki á kúst þá skaltu hafa samband við Sigurgeir í síma 772-7400 og hann kemur þér í samband við réttu lagermennina en enn á eftir að flokka og telja einhverja kassa af söluvöru.