Leit að pilti í Reykjavík

Leit hefur staðið yfir síðan kl. 21.00 á nýársdag að 19 ára gömlum pilti sem skilaði sér ekki heim af dansleik á Broadway.

Um 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað piltsins í nótt, þar af þrír bílar og um 15 leitarmenn frá Flugbjörgunarsveitinni. Leitin er nú komin í aðra lotu og kom nýr mannskapur í birtingu í dag.

Seinast er vitað um ferðir Jakobs Hrafns Höskuldssonar um kl. 5:30 að morgni nýársdags við Broadway í Ármúla. Jakob er 188 cm á hæð, stuttklipptur, grannvaxinn og var klæddur í dökkar buxur, svarta hettupeysu og með svarta derhúfu. Þeir sem telja sig hafa orðið varir við ferðir Jakobs eru hvattir til að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.