Leit að manni í Skaftafelli

Í
gærkvöldi var óskað eftir liðsauka vegna leitar að manni austur í
Skaftafelli en hans hafði þá verið saknað frá aðfararnótt
mánudags. 

Um 170 björgunarsveitarmenn auk leitarhunda og þyrlu LHG leituðu í
gær og í nótt að manni sem hafði síðast sést í Skaftafelli á
aðfararnótt mánudags. Flugbjörgunarsveitin útvegaði einn bíl með fjórum
leitarmönnum og einum bílstjóra sem voru við leit í nótt. Það var rétt
fyrir klukkan 8 í morgun að maðurinn fannst heill á söndunum sunnan við
þjóðveginn heill á húfi.  

Leitarhópur kemur til baka að lokinni leit, Stefán, Einar og Steinar.

Skildu eftir svar