Flubbi á Mt. Ararat

Jón Þorgrímsson, fjallaleiðsögumaður og rennismiður með meiru, gerði
sér lítið fyrir á dögunum og kleif Araratfjall í Tyrklandi (5137 m.)

Jón Þorgríms kleif á dögunum Araratfjall í Tyrklandi (5137 m.), þar
sem Nói strandaði á sínum tíma. Myndir og frásögn af ferðinni munu
birtast hér á vefnum síðar, þegar Jón er búinn að dusta ferðarykið af
myndavélinni. Þess má geta að Jón liggur yfir kortunum þessa dagana og
er að skipuleggja haustferðina, sem hafa ætíð verið vel heppnaðar hjá
honum.

 

Meðfygjandi mynd af Jóni er tekin við annað tækifæri

 

Skildu eftir svar