Afmælisæfingu lokið

Afmælisæfing FBSR Rauður Október fór fram í gær, laugardag, og tókst æfingin í alla staði alveg frábærlega. Það voru um 250 björgunarmenn, um 70 sjúklingar og um 100 æfingarstjórar, verkefnastjórar, póstastjórar og aðrir stjórar sem tóku þátt í æfingunni að ógleymdum konum úr Kvennadeild FBSR og Slysavarnadeild Kvenna í Reykjavík; þannig að hátt í 500 manns í heildina.

Undirbúningur fyrir æfinguna hefur staðið í um mánuð en síðastu tvær vikur hafa nær verið undirlagðar fyrir undirbúning þessarar æfingar. Aðalfjörið hófst síðan á föstudag þegar lagðar voru lokahendur á undirbúning allra verkefnanna, upp úr miðnætti mætti förðunarlið og hjúkrunarfólk í hús og hófst undirbúningur á sjúklingum en farða þurfti hátt í 70 sjúklinga. Kl. 6.00 byrjuðu björgunarhópar að tilkynna sig inn til æfingastjórnar tilbúnir í fjörið og hófst þá allt gamanið. Óhætt er að segja að allir hafi verið á fullu fram til um kl. 19.30 þegar síðustu menn voru að fara úr húsi FBSR. Verkefni sem hóparnir tókust á við vorum af öllum toga sem búast má við í björgunarstarfi, s.s. köfun, leit á sjó, leit á landi, hundar leituðu, hestar leituðu og báru börur með sjúkling í, fjallabjörgun, þyrlan tók þátt í æfingunni, fjórhjól, bílar og rústabjörgun. Kl. 16.00 var hætt að deila verkefnum á hópana og héldu þá allir í hús FBSR við Flugvallaveg þar sem tekið var hraustlega til matar, en boðið var uppá grillaða hamborgarar og viðeigandi meðlæti. Einnig bauðst öllum að skella sér í sund í boði ÍTR og FBSR.

Stjórn FBSR þakkar öllum þeim sem tóku þátt í æfingunni á einn eða annan hátt alveg kærlega fyrir alveg frábæran dag. Við megum öll vera alveg hrikalega stolt yfir því hversu vel tókst til!!!

kafarar1

kafarar2

Myndir: Guðjón B.