Nýliðakynningar haustið 2017

Við erum að leita að öflugu fólki sem hefur áhuga á að starfa í björgunarsveit, hvort sem áhuginn liggur í fjallamennsku, jeppum, björgunarskipulagi, fyrstu hjálp, nýstárlegum leitaraðgerðum eins og drónum eða öðrum sviðum björgunarstarfs. Þann 29. og 31 ágúst verða haldnar nýliðakynningar þar sem áhugasamir einstaklingar geta kynnt sér nýliðastarf sveitarinnar, þá þekkingu og reynslu sem byggð er upp, kröfur auk félagslega þáttarins.

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var stofnuð árið 1950 og hefur alla tíð horft til þess að vera leiðandi á sviði björgunarstarfa hér á landi. Sveitin sérhæfir sig í björgun á landi og má rekja stofnun hennar til þess að bæta þurfti úr sérhæfðri fjallabjörgun hérlendis.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, sveitin þróast og í dag er hún byggð upp af fjölmörgum öflugum björgunarflokkum. Meðal þeirra eru fjallaflokkur, leitarflokkur, sleðaflokkur, fallhlífaflokkur, bílaflokkur auk almenns björgunarflokks.

Nýliðaþjálfunin nær yfir tvo vetur, en á því tímabili lærir fólk helstu atriðin í fjallamennsku, leitartækni, fjallabjörgun, ferðamennsku og rötun, fyrstu hjálp og að geta bjargað sér í íslenskri náttúru í hvaða aðstæðum sem er. Nýliðar sveitarinnar taka einnig fullan þátt í fjáröflunum sveitarinnar og fjölmörgum öðrum viðburðum á þjálfunartímabilinu.

Að þjálfun lokinni verða nýliðar fullgildir meðlimir og fara þar með á útkallsskrá.

Aldurstakmark 18 ára.

Fyrir þá sem hafa áhuga eru hér tenglar á Facebook viðburði fyrir kynningarnar:

Þriðjudagurinn 29. ágúst

Fimmtudagurinn 31. ágúst

Skildu eftir svar