14 nýir félagar og nýr formaður, aðalfundur FBSR 2017

Í gær var haldinn aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Jóhannes Ingi Kolbeinsson lét af formannsembættinu eftir fjögurra ára starf og þökkum við honum fyrir gott og mikið starf í þágu sveitarinnar. Hjalti Björnsson var einn í framboði til formanns og var hann því kjörinn formaður. Kosið var til stjórnar og voru sex félagar kosnir í stjórn.  Lilja Steinunn Jónsdóttir, Ólöf Pálsdóttir og Sveinbjörn J. Tryggvason voru endurkjörin en ný í stjórn eru Eyrún Pétursdóttir, Haukur Elís Sigfússon og Sveinn Hákon Harðarson. Úr stjórn gengu Egill Júlíusson, Guðmundur Arnar Ástvaldsson og Margrét Aðalsteinsdóttir og þökkum við þeim fyrir vel unnin störf.

Fjórtán nýir félagar gengu inn í sveitina á fundinum að lokinni tveggja ára þjálfun, þeir eru:

Auðun Ingi Ásgeirsson
Árni Gunnar Vigfússon
Árni Magnús
Brynjar Hafþórsson
Einar Baldvin Gunnarsson
Eydís Sigurðardóttir
Friðrik Kristjánsson
Helga Frímann
Kristjana Birgisdóttir
Leó Gunnar
Markús Karl Torfason
Tinna Gunnarsdóttir
Þorgils Björn Björgvinsson
Þóra J Jónasdóttir

Við bjóðum þau velkomin og hlökkum til að starfa með þeim á komandi árum.

Eins og venja er sá Kvennadeild Flugbjörgunarsveitarinnar um kaffiveitingar í hléi og þökkum við þeim kærlega fyrir þær veglegu veitingar.  Á fundinn kom Ólafía Jóhanna Bjarnadóttir, ekkja Pálma Kristins Jóhannssonar, fyrrum félaga sveitarinnar sem lést árið 2015, og fjölskylda hans og gaf FBSR nýjan ræðustól og aðstoðuðu láverðir Flugbjörgunarsveitarinnar við verkið. Stólinn prýðir merki sveitarinnar sem Páll Steinþórsson skar út og gaf sveitinni. Þökkum við þeim kærlega fyrir glæsilegan ræðustól.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *