65 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar

fbsrÍ dag heldur Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík upp á 65 ára afmæli sitt, en það var í nóvember 1950 sem sveitin var formlega stofnuð. Kom það til í kjölfar björgunarinnar á áhöfn flugvélarinnar Geysis á Vatnajökli í september það sama ár. Voru stofnfélagar 29 og fyrsti formaður var kjörinn Þorsteinn E Jónsson flugmaður.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, en Flugbjörgunarsveitin hefur þó alla tíð haft aðsetur við Reykjavíkurflugvöll, upphaflega í bráðabirgðahúsnæði, en seinna fékk sveitin til afnota tvo bragga í Nauthólsvík. Voru þeir aðsetur hennar þar til hún flutti í eigið húsnæði við Flugvallaveginn árið 1990.SW018

Í kvöld fer fram afmælishátíð félagsins, en þar munu bæði yngri og eldri félagar mæta og gera sér glaðan dag og rifja upp áhugaverð augnablik úr sögu félagsins.

Þá verður þess meðal annars minnst að 20 ár eru síðan fyrstu konurnar gengu inn í sveitina. Að lokum verða orður veittar félögum fyrir vel unnin störf í gegnum árin.018

Fyrr um daginn verður forskot tekið á sæluna, en þá verða haldnir leikar milli hópa í sveitinni. Keppt verður í allskonar
mögulegum og ómögulegum greinum, en að lokum kemur í ljós hvaða hópur stendur uppi sem sigurvegari. 009

Fleiri skemmtilegar myndir úr starfi sveitarinnar má sjá á Facebook síður Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, hér.