Húnatónleikar í Reykjavík

Húnatónleikar 11. júlí í Reykjavíkurhöfn

988230_196829357138643_1250018831_n

Næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 mun áhöfnin á Húna sigla til Reykjavíkur og halda risatónleika í Gömlu höfninni í Reykjavík. Sem fyrr ætlar áhöfnin að styrkja björgunarsveitirnar með því að gefa alla vinnu sína og rennur aðgangseyrir beint til björgunarsveitanna í Reykjavík.

Tónlistarmenninir munu spila um borð í bátnum Húna, sem vaggar létt utan bryggjunnar við Vesturhöfnina (rétt hjá Sjóminjasafninu og CCP húsinu) fyrir áhorfendur í landi. Allir velkomnir, jafnt ungir sem aldnir, en frítt er inn fyrir börn yngri en 12 ára. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega og að nýta sér almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta. Ef þörf er að koma á bíl er mælst til þess að fólk keyri Hringbrautina og keyri út á Granda til að finna stæði þar.

Staðsetning: Gamla höfnin í Reykjavík, milli Sjóminjasafnsins og Slippsins.
Tími: 20:00 til 21:30.
Aðgangseyrir: 1500, frítt fyrir 12 ára og yngri.
Inngangar: 1)Á mótum Hlésgötu og Mýrargötu. 2)Við Mýragötu, norðan við Bakkastíg. 3)Á mótum Grandagarðs og Rastargötu.
Á Granda og bílastæðin við Kolaportið.

huni-svaedi
Tónleikasvæðið

Nánari upplýsingar um Áhöfnina á Húna og ferðalag þeirra í júlí er að finna á www.ruv.is/huni og https://www.facebook.com/events/578131598894317/