Verklegt ísklifurnámskeið

Helgina sjöunda til níunda október 2005 fóru nýliðar í B2 í verklegt námskeið í ísklifri í Sólheimajökli

Myndir og frásögn – Matti Zig

Ferðin hófst á föstudeginum þegar lagt var af stað upp úr kl. 20. Það var ákveðið að tjalda til að laugardagurinn myndi nýtast sem best og svo er líka svo gott að sofa í tjaldi.

Það var vaknað um kl. 7:30, nesti útbúið fyrir daginn og morgunverður snæddur. Námskeiðskennararnir mættu svo klukkan níu, en það voru hinir fræknu spotta- og klifurfræðingar Bjarni, Haukur og Hilmar.

Veðrið var ágætt, sólin braust fram úr skýjunum og allt leit út fyrir að þetta yrði fínn dagur. Þegar á jökulinn var komið voru broddarnir spenntir undir skóna og undirstöðuatriði í jöklagöngu æfð.

Eins og alltaf þegar fólk prófar í fyrsta skiptið að ganga á broddum voru skrefin dálítið skrýtin, en þegar allir ímynduðu sér að þeir væru með fílaveikina fóru skrefin að vera fagmannlegri.
Þegar við höfðum þrammað dágóða stund inn á jökulinn fundum við ákjósanlegan stað til að æfa innsetningu á tryggingum. Hópnum var skipt í tvennt og allir æfðu handtökin. Þá var komið að því að klifra.

Óhræddir létu nillarnir slaka sér niður í hyldýFyrsta leiðin var nú kannski erfið en áður en við héldum niður af jöklinum var línan færð og nillarnir fengu að spreyta sig á mun erfiðari leið.

Allir komust  þeir nú upp en mikið voru þau nú þreytt. Svo var arkað niður, tjöldin tekin saman og brunað í bæinn.

 

Skildu eftir svar