Nauðlending á Löngufjörum, maí 2004

Flugmaður frá Quebec í Kanada lenti á Gömlu Eyri við Löngufjörur, en
er hann var að hefja sig aftur til flugs vildi ekki betur til en
að flugvélin var í beinni stefnu á sandhóla á staðnum þar sem hún
skoppaði um 5 sinnum áður en hún stakkst í sandinn. Við þetta skemmdist
vinstri vængur, hjólabúnaður og skrúfa. Eftir rannsókn RNF var leitað
til FBSR um að sækja vélina,  haldið var af stað með 4 flugvirkja og
nauðsynlegan búnað til að rífa vélina í sundur. Verkið fólst í því að
fara á fjöru út á eyrina og þar tók við um eins og hálfs sólarhrings
verk að taka vélina í sundur og færa hana í land á næstu fjöru.

Þetta var frábært verkefni fyrir FBSR og tókst vel með eindæmum. Hér má sjá myndir sem Ottó tók.

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar