Menningardagur opið hús

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík verður með opið hús frá klukkan 12:00-15:00 í húsnæði sínu við Flugvallarveg 7.

Þar geta gestir og gangandi fengið að kynnast starfi og sögu björgunarsveitarinnar og meðal annars skoðað aðstöðuna, tæki, bíla og búnað sveitarinnar.

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík var stofnuð árið 1950 í kjölfar Geysis slyssins og í dag starfa fjölmargir sérhæfðir flokkar innan sveitarinnar.

Skildu eftir svar