Leit í Reykjavík

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út til leitar að stúlku í Reykjavík sem saknað hefur verið síðan um miðjan dag.

9 félagar úr FBSR tóku þátt í leitinni, þar af tveir í svæðisstjórn.

Mikið annað er í gangi hjá sveitinni um helgina. Nýliðar úr B1 eru í rötun í Tindfjöllum, B2 stúdera fjallabjörgun og Rigging for Rescue tækni á Þingvöllum og nokkrir félagar af fjallasviði og beltasviði voru við æfingar við sprungubjörgun á Langjökli í dag.