Leit að eldri manni

Í nótt klukkan 1:20 voru björgunarsveitir á Höfuðborgarsvæðinu kallaðar út til leitar innanbæjar að eldri manni með Alzheimer sem hafði horfið af dvalarheimili í borginni. Fimm sérhæfðir leitarmenn, þrír björgunarmenn ásamt bílstjórum á tveimur bílum fóru frá okkur til leitar. Aðeins um hálftíma eftir að leit var hafin fannst maðurinn. Hann var þá á gangi í borginni og amaði ekkert að honum.

Skildu eftir svar