Leit að eldri konu í Kópavogi

Í
gær, þriðja júlí, voru leitarhópar kallaðir út til leitar að eldri
konu sem saknað var. Leitin gekk giftusamlega og komst konan í
leitirnar fyrir tilstilli árvökuls leigubílstjóra.

 

 

Konunnar var saknað af dvalarheimili og voru
leitarhópar vart lagðir af stað þegar tilkynning barst um að árvökull
leigubílstjóri hefði komið auga á konuna og lét vita. Þegar staðfest
var að um réttu manneskjuna væri að ræða var leitin afturkölluð, þá
aðeins tveimur klukkustundum eftir að útkallið barst.

 

 

Leitarhópur á æfingu

Skildu eftir svar