Flugvél hafnaði í á

Í gær var sveitin kölluð út til að sækja litla
eins hreyfils flugvél sem hafði hlekkst á í flugtaki og hrapað.

Á sunnudaginn hlekktist lítilli eins hreyfils flugvél á í
flugtaki á flugvellinum á Tungubökkum með þeim afleiðingum að hún
hafnaði í Leirvogsá. Tveir menn voru um borð og sluppu þeir ómeiddir.
Fjórir félagar fóru með Rannsóknarnefnd flugslysa til að sækja vélina.
Meðfylgjandi myndir tók Jón Svavarsson á vettvangi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar