Björgunarleikar á Hellu

Um síðustu helgi fóru fram Björgunarleikar Landsbjargar samhliða Landsþinginu á Hellu. Það er skemmst frá því að segja að FBSR var með lið á leikunum og lentum við í 5.sæti. Liðið skipuðu: Viktor, Hrafnhildur, Bjössi, Hlynur og Kári. Glæsilegt hjá þeim!