Bergmenn – Fjallaleiðsögumenn

Hinn landsþekkti klifrari, UIAGM-IFMGA Fjallaleiðsögumaður og Flubbi í húð og hár Jökull Bergmann hefur sagt kreppunni stríð á hendur og sett í loftið nýja heimasíðu www.bergmenn.com fyrir fjallaleiðsögufyrirtækið sitt Bergmenn – Fagmenn í fjallaleiðsögn.Þetta er alger nýjung í framboði á fjallaferðum á Íslandi þar sem mikil áhersla er lögð á t.d Þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga þar sem dýrmætum erlendum gjaldeyri verður dælt inní landið.

Þarna er samankomið eitt besta safn ljósmynda og efnis um fjallamennsku hverskonar á Íslandi en þó með sérstakri áherslu á fjallaskíðaferðir, þyrluskíðun, ísklifur og Alpaferðir. Jökull býður uppá magnað úrval ferða á Íslandi sem og sérsniðnar Alpa ferðir fyrir Íslendinga en hann er eini Íslendingurinn sem hefur starfsréttindi í Evrópsku Ölpunum. Jökull náði þeim merka áfanga á síðasta ári að verða fyrsti Íslendingurinn til að útskrifast með hina gríðarlega virtu alþjóðlegu UIAGM-IFMGA Fjallaleiðsögumanna gráðu. Þetta er árangur yfir tíu ára þrotlausrar þjálfunnar og prófaferlis sem er án efa eitt það erfiðasta í heiminum þar sem aðeins um 10‰ þeirra sem hefja námið ná að ljúka fullum réttindum.

Jökull starfar víðvegar um heiminn við fjallaleiðsögn allt árið um kring m.a í Kanada yfir köldustu vetrarmánuðina í þyrluskíða leiðsögn, á Íslandi á vorin í fjalla og þyrluskíðaferðum. Jökull hefur einnig um árabil boðið uppá ferðir á Hvannadalshnúk og fleiri fjöll á Íslandi. Alparnir, Afríka, Suður Ameríka og Nepal eru einnig á lista yfir þá staði sem Jökull starfar reglubundið á. FBSR óskar Jökli til hamingju með gráðuna og glæsilega heimasíðu.