Kæru félagar!
Við ætlum að halda stórglæsilega afmælisveislu til að fagna 75 ára afmæli FBSR þann 22. nóvember 2025!
Veislan verður í Gamla bíó, Ingólfsstræði 2a, makar eru hjartanlega velkomnir. Kvöldið verður fullt af gleði, góðum vinum, ljúffengum mat og skemmtilegri dagskrá.
Matseðillinn er ekki í verri kantinum, boðið verður upp á þriggja rétta veislumat.

Miðaverð er aðeins 8.000 kr og lýkur skráningu fimmtudaginn 6. nóvember!
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/xyyJuCcmynd1zkVV9
Reikningsupplýsingar fyrir millifærslu:
Reikningur: 0513-14-404619
Kennitala: 550169-6149
Staðfesting á: ritari[hja]fbsr.is
Þetta verður kvöld til að muna – taktu daginn frá, hnipptu í gömlu félagana og njótum saman!
Við hlökkum til að sjá sem flesta og fagna þessum tímamótum saman!
