Hjálpumst að við að leita að Herði

Leit að Herði Björnssyni, 25 ára, heldur áfram í dag en hans hefur verið leitað undanfarna eina og hálfa viku. Í dag mun mikill fjöldi björgunarsveitamanna Slysavarnarfélagsins Landsbjargar leita Harðar á höfuðborgarsvæðinu og óskum við eftir því að íbúar á svæðinu leggi okkur lið við leitina. Sérstaklega óskum við þess að fólk leiti í görðum sínum og nær umhverfi, en einnig þeim svæðum sem þeim finnst koma til greina. Ef fólk verður Harðar vart er það beðið um að tilkynna það strax í 112.

Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður og með rautt skegg. Síðast er vitað um ferðir hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04:00 þann 14. október sl. Hörður er ekki talinn hættulegur.

 

Hörður