Hús- og birgðasvið

Hús- og birgðasvið hefur umsjón með viðhaldi og verklegum framkvæmdum í húsnæði sveitarinnar.67904_414801778590443_160182287_n utkall2

Einnig að vera leiðandi í skipulagsmálum í húsnæði FBSR til að nýta megi það sem best. Allar stærri framkvæmdir þurfa að fá samþykki stjórnar FBSR. Hafa þarf samráð við sviðsstjóra hús- og birgðasviðs vegna allra verklegra framkvæmda og breytinga í húsnæðinu.

Hús- og birgðasvið sér um innkaup á matvörum, kaffivörum og hreinlætisvörum fyrir félagsstarfið. Einnig að skipuleggja og hafa umsjón með þrifum í húsinu.

Undir Hús- og birgðasvið heyra óveðurskistur FBSR sem innihalda ýmis tól til að bjarga verðmætum.