Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar

Jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík hefst laugardaginn 12. desember kl. 16.00 og verður í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg – beygt inn veginn hjá Vodafone höllinni og keyrt áleiðis að Hótel Loftleiðum.

Opnunartími:
mánudaga til föstudaga: kl. 12.00 – 22.00
laugardaga og sunnudaga: kl. 10.00 – 22.00
aðfangadagur: kl. 9.00 – 13.00

Til sölu er ilmandi stafafura og rauðgreni, glæsilegur norðmannsþinur, margar gerðir af grenigreinum og Friðarljós.

Sjálfboðaliðar sveitarinnar aðstoða við að velja fallegt tré í stóra og bjarta salnum okkar og veita leiðbeiningar um geymslu og umhirðu trésins. Svo er aldrei að vita nema að jólasveinn kíki í heimsókn til okkar.

Heitt kaffi og kakó á könnunni og gómsætar piparkökur í boði hússins

– Verið hjartanlega velkomin –