SL FBSR, Neyðarsendir í Grænlenskum togara;\n08:53 Beiðni frá LHG stjórnstöð VSS, vegna neyðarsendi í Grænlenskum torgara, Qavka R 14-81 OVOJ frá Qeqertarsuaq við Ægisgarð, sendir hafði ekki fundist eftir leit um borð og kom í ljós að hann hafði verið fjarlægður af rekkverki á brúarvæng. Eftir miðun kom í ljós að hann væri um það bil einhversstaðar miðskips eða í skut og síðar kom í ljós að hann miðaðist miðskips milli skips og bryggju. Um klukkan 13:00 eftir að togarinn hafði verið færður utar á garðinn og dráttarbáturinn Thor Goliath frá Hosvik Færeyjum, kom þar í staðinn sást í ljósmerki frá neyðarsendinum undir bryggjunni, var hann veiddur upp og undirritaður slökkti á honum og aðgerð lokið kl 13:10.