Þrettandinn og Fjallamennska

Talsverður erill verður um helgina enda bæði Þrettándasalan með tilheyrandi umstangi við flugelda og námskeið í vetrarfjallamennsku 1 og 2 um helgina. 

Flugeldasala sveitarinnar gekk ágætlega fyrir áramótin en enn er til heill hellingur af næstum öllum vörum svo að Þrettándinn þarf ekki að vera dimmur og þögull.  Um að gera að skjóta smá litadýrð uppí loftið og hlusta á drunurnar.  Mætið bara á Flugvallaveg og við sköffum dótið!