Sala á neyðarkallinum að detta í gang

 Dagana 4.-7. nóvember n.k. fer fram fjáröflunarátakið Neyðarkall björgunarsveitanna.

Líkt og áður er um að ræða sölu á litlum neyðarkalli á lyklakippu sem nú er eftirlíking af rústabjörgunarmanni. Sjálfboðaliðar björgunarsveitanna munu bjóða hann til sölu um allt land á 1.500 krónur þessa fjóra daga sem átakið stendur yfir.

Við hvetjum alla til þess að taka vel á móti okkar fólki. Aukin verkefni björgunarsveitanna kalla á meira fé til starfseminnar og er þetta okkar leið til að bregðast við því. Almenningur er því hvattur til þess að stuðla að eigin öryggi með stuðningi á þessu átaki