Óveður og Jólatré!

Flugbjörgunarsveitin verður í viðbragðsstöðu í nótt vegna lægðar sem gengur yfir landið. Búist er við að heldur bæti í vind um klukkan 3 í nótt og munu þá þrír fullhlaðnir bílar frá sveitinni bíða í húsi eftir að vera kallaðir út.

Mikið annríki hefur verið hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík að undanförnu en nú er einnig megin fjáröflunarvertíðin komin á fullt með jólatrjáasölu og undirbúningur fyrir flugeldasölu.

Jólatrjáasalan er opin sem hér segir:
Mánudaginn 10.des til föstudagsins 14. des frá kl 15 til 22

Laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. desember frá 10 til 22

Mánudaginn 17.des til föstudagsins 21. des frá kl 12 til 22

Laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. desember frá 10 til 22

Aðfangadag frá 9 til 13