Neyðarkallinn

Helgina 31.okt – 2.nóv fer fram sala á Neyðarkallinum um allt land. Þetta er skemmtilegt verkefni sem getur skilað sveitinni góðum tekjum ef við erum dugleg að selja. Það hafa nú þegar margir félagar tilkynnt þátttöku en enn vantar fleiri á einhverjar vaktir. Allir félagar eru hvattir til að taka frá nokkra tíma um helgina og styðja sveitina í verki. Skráning hjá ritara á ritari<hja>fbsr.is, á spjalli og á skráningarblöðum á Flugvallarvegi.