Jólatrjáasalan hafin

Í gegnum árin höfum við selt jólatré við góðar undirtektir. Trén frá okkur hafa aldrei svikið og ekki spilir að geta skoðað trén innandyra í björtu og rúmgóðu húsnæði okkar. Boðið er upp á heitt kakó, kaffi og smákökur á meðan gengið er á milli trjánna. Við hjálpum þér að velja rétta tréð og leiðbeinum um umhirðu þess. Ekki spillir að geta í leiðinni stutt gott málefni! 

Til sölu er íslensk stafafura og danskur norðmansþinur, þrenns konar greni til skreytingar og á leiði auk friðarkerta Hjálparstofnunar Kirkjunnar.  

Opnunartímar:

Virkir dagar frá kl. 12 til 22.
Helgar frá kl. 10 til 22.
Föstudaginn 22. desember er opið frá kl. 10 til 22.  

Við erum við Flugvallarveg (sjá kort). Næg bílastæði!

Skildu eftir svar