Jólatrjáasalan 2014

Næsta fimmtudag (11. des) hefst jólatrjáasala Flugbjörgunarsveitarinnar í ár. Eins og undanfarin ár erum við með normannsþin, íslenska furu og íslenskt greni. Trén eru í öllum stærðum og gerðum og verða ný tré tekin inn daglega. Kakó og piparkökur á boðstólnum í huggulegu umhverfi í húsnæði okkar við Flugvallarveg 7.

Í dag fór vaskur hópur félaga að sækja tré í Hvalfjörð, en við verðum með fleiri íslensk tré en nokkru sinni fyrr. Nokkrar vel valdar myndir fá að fylgja hérna með.

Opnunartími jólatrjáasölunnar er eftirfarandi frá 11. des til 24. des:

  • Virkir dagar: 12-22
  • Helgar 10-22
  • Aðfangadagur: 9-13