Jólatrjáasala FBSR er hafin

Jólatrjáasala FBSR er hafin í ár og verður opin í húsakynnum sveitarinnar, að Flugvallarvegi, fram að jólum. Eins og undanfarin ár erum við með íslenska furu og íslenskt greni og normannsþins í öllum stærðum og gerðum. 

Í gær komu nýhöggin íslensk tré í hús, bæði fura og blágreni.

  • Opnunartími er á virkum dögum: 12:00 – 22:00
  • Opnunartími um helgar: 10:00 – 22:00 

Piparkökur og heitt kakó og kaffi á könnunni. Kíkið til okkar í notalega jólastemningu!

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

Skildu eftir svar