Garðar Kristinsson

 

 

Fullt nafn: Garðar Kristinsson

Gælunafn: Gassi

Aldur: 22 ára

Gekk inn í sveitina árið: 2004

Atvinna/nám: Stunda nám í sagnfræði við Háskóla Íslands

Fjölskylduhagir: Í sambúð

Gæludýr: Ekkert sem er

Hópastarf og annað starf innan sveitarinnar: Hef mest verið starfandi í sjúkrahóp og snjóbílahóp, en hef einnig verið að stinga nefi að bíla- og leitarhóp.

Áhugamál: Hef mikinn áhuga á útivist og alls kyns
ferðalögum, Hef gaman af mannkynssögu og stjórnmálafræði. Einnig fer ég
einstaka sinnum á skytterí og safna líka gömlum rifflum.

Uppáhalds staður á landinu: Reykjardalur fyrir ofan Hveragerði. Mjög gott að skreppa þangað til þess að slappa af.

Uppáhalds matur: Hamborgarahryggur, piparsteikur og pizzur eru ofarlega í huga í þessum flokki en allur matur er góður (nema laukur).

Ef þú ættir eina ósk, hver yrði hún (bannað að óska sér fleiri óska)? Að allir mínir nánustu lifi góðu og hamingjusömu lífi

Æðsta markmið: Að láta eitthvað gott af mér leiða í samfélaginu

Eftirminnilegasta augnablikið úr starfinu: Síðasta
nýliðaferðin áður en við gengum inn. Mýrdalsjökull í byrjun maí 2004.
Vorum fjórir nillar sem áttum að koma okkur yfir jökulinn en lentum í
hrakningum en fundumst loks.. Segi ekki meir um það, þeir sem eiga í
hlut vita hvað ég tala um 🙂 góðir tímar.

 


Við Nanna í sumarbústað með nokkrum vinum í febrúar 2006


Klettaklifur á Hnappavöllum 2003


Á Landsæfingunni 2003 austur á Héraði. Beðið eftir verkefni. Kjartan og Steini í bakgrunni.


Nýliðahópurinn Á Loðmundi í Kerlingafjöllum 2003.


Hluti úr sama hóp á Súlum við Eyjafjörð í roki og kulda.


Hér er ég að skjóta úr seinna stríðs rússa. Bara gaman!


Við Gullfoss um Hvítasunnuhelgina 2006


Við sumarbústað Hitlers í Ölpunum

 

Skildu eftir svar