Framundan í desember


Nú framundan er stærsti mánuður í starfi FBSR. Því þurfum við á öllum kröftum á að halda til að hann gangi sem best upp.  Næstkomandi laugardag, 2 desember kl: 10:00 verður TILTEKTARDAGURINN mikli þar sem húsið verður gert tilbúið fyrir komandi fjáraflanir og um kvöldið verður hefðbundið flubba-partý!!!.

Undanfarna mánuði hefur mikið starf átt sér stað innan veggja
sveitarinnar og miklar breytingar verið gerðar. Við þurfum núna að
standsetja húsnæðið fyrir komandi fjáraflanir, jólatrjáasölu og
flugeldasölu.  Stjórn hlakkar til að sjá sem flesta leggja hönd á
plógin, þiggja veitingar og eiga góðan dag saman. Á síðasta
tiltektardegi myndaðist gríðarleg stemmning og voru tæplega 100 félagar
sem létu sjá sig.

Um kvöldið verður svo flubba-partý!!!!!
 

Einnig er vert að geta þess að sunnudaginn 9 desember verður hið
árlega Jólaball FBSR og Flugmálastjórnar. Nú er um að gera fyrir
mömmur, pabba, afa og ömmur í sveitinni að taka börnin eða barnabörnin
með sér þar sem jólasveinninn mætir á svæðið.  Dansað verður í kringum
jólatréð og farið í leiki.

Skildu eftir svar