Sleðaflokkur

Sleðaflokkur Flugbjörgunarsveitarinnar er skipað þjálfuðum félögum sem hafa mikla reynslu af leit og björgun að vetrarlagi og margir þeirra hafa starfað sem leiðsögumenn á jöklum landsins.

Þegar leitað er á vélsleðum eru aðstæður oft þannig að eingöngu er leitað eða ekið eftir GPS tækjum og þarf mikla æfingu og samvinnu til þess að leit af því tagi beri árangur. Félagar í sleðaflokk sveitarinnar hafa sumir hverjir unnið saman í á annan áratug og eru því meðal reyndustu sleðamanna landsins.forsida3