Greinasafn fyrir flokkinn: Fréttir

Flubbi skíðar í skýjunum

DSC02091Halli Kristins, félagi FBSR til fjölda ára, hélt í júní á fjallið Muztagh Ata í Kína þar sem hann eyddi mánuði í að glíma við þetta tæplega 7.600 metra háa fjall. Í ferðinni setti Halli Íslandsmet þegar hann varð sá einstaklingur sem hefur skíðað hæst allra Íslendinga. Í kvöld mun hann bjóða félögum FBSR upp á stórskemmtilega og fróðlega frásögn með flottum myndböndum af þessari frábæru ferð. Lesa má nánar um ferðina á vef 66 Norður.

IMG_20150611_105840

 

Hálendisvakt lokið – haustið framundan

11910658_10207559843738789_1709234826_n

Seinni hálendisvakt FBSR á þessu ári lauk á sunnudaginn þegar níu manna hópurinn sem hafði haldið til í Dreka, norðan Vatnajökuls, lauk vaktinni og kom aftur í bæinn. Mikil ánægja var með veruna fyrir norðan og auk þess að sinna hefðbundnum hálendisvaktarstörfum var meðal annars kíkt í nýju laugina við Holuhraun.

FBSR fór á þessu sumri einnig á Fjallabak í eina viku í júlí.

Eftirtöldum fyrirtækjum er sérstaklega þakkaður stuðningurinn í sumar: Mjólkursamsalan, Grímur Kokkur, Kjarnafæði, Garri, Kristjánsbakarí, ÓJK og Innnes.

Næst á dagskrá er svo að starfið hefjist að fullu á nýju hausti og nýliðakynningar. Allt að gerast.

Vaktin í Dreka hálfnuð

Nú hefur FBSR verið með bækistöð í Dreka norðan Vatnajökuls síðan á11051891_456103527895063_1879113389837561284_n sunnudag. Við erum með þrjá bíla á svæðinu en níu einstaklingar hafa sinnt hálendisgæslunni í þessari viku, meðal verkefna er að aðstoða slasaða ferðamenn sem koma og skoða Holuhraun og ýmiskonar bílaaðstoð.

Það er ekki leiðinlegt þegar veðrið leikur við mann eins og síðustu daga. Þarna má sjá skálann í Dreka og svo drottningu íslenskra fjalla, sjálfa Herðubreið.

 

11058665_456103531228396_8376680632876344654_n

Hálendisvakt 2015

11828539_453130868192329_6955219711729821040_nFlugbjörgunarsveitin hefur undanfarin ár tekið þátt í hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og í ár er engin undanteking þar á. Ákveðið var að taka að sér eina viku að Fjallabaki, eins og hefð er orðin fyrir, en auk þess var bætt við viku í Dreka, norðan Vatnajökuls.

Aðalatriðið á hálendisvaktinni er að vekja athygli á öruggri ferðahegðun og þeim sérstöku aðstæðum sem eru á hálendi Íslands. Þá eru hóparnir oft fyrsta viðbragð bæði í minni sem stærri atvikum sem geta komið upp á svæðunum.

11705333_453130864858996_1308168429433002418_n

Fyrri hópurinn fór 26. júlí inn í Landmannalaugar og stóð vaktina þar í eina viku. Nóg var að gera hjá hópnum, allt frá björgunaraðgerðum í ám yfir í allskonar sjúkraverkefni, tilkynningar um utanvegaakstur, aðstoð við ferðamenn og allskonar bílaaðstoð. Í heildina voru skráð atvik rúmlega 30 talsins og smærri mál yfir hundrað.

Í gær lagði svo seinni hópurinn af stað norður yfir heiðar áleiðis í Dreka. Farið var á þremur bílum og verða um 10 manns frá sveitinni á svæðinu næstu vikuna.elinh

Nýir félagar og ný stjórn FBSR

Aðalfundur FBSR var haldinn í húsakynnum FBSR á Flugvallarvegi 20. maí s.l.
Á aðalfundinum var ný stjórn FBSR skipuð en hana skipa Jóhannes Ingi Kolbeinsson formaður, Björn Víkingur Ágústsson varaformaður, Þorsteinn Ásgrímsson Melén gjaldkeri, Kristbjörg Pálsdóttir ritari, Margrét Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Arnar Ástvaldsson og Sveinborg Hlíf Gunnarsdóttir meðstjórnendur.
Á fundinum voru teknir inn 17 nýir félagar í sveitina en þeir eru:

Aldís Jóna Haraldsdóttir
Ármann Ragnar Ægisson
Björgvin Viktor Þórðarson
Elísabet Vilmarsdóttir
Franz Friðriksson
Guðjón Kjartansson
Inga Lara Bjornsdottir
Jenna Lilja Jónsdóttir
Lilja Steinunn Jónsdóttir
Otto H.K. Nilssen
Samúel Torfi Pétursson
Silja Ægisdóttir
Svana Úlfarsdóttir
Sveinbjörn J. Tryggvason
Tryggvi Jónasson
Úlfar Þór Björnsson Árdal
Þorkell Garðarsson

og eru þau boðin hjartanlega velkomin. Auk þess voru ýmsar lagabreytingar á lögum FBSR samþykktar.

DSC_3879

Þrettándasala flugelda

Flugeldamarkaður Flugbjörgunarsveitarinnar við Flugvallarveg verður opinn núna fyrir þrettándandann sem hér segir:

Sunnudaginn 4. jan 12:00 – 20:00
Mánudaginn 5. jan 12:00 – 20:00
Þriðjudaginn 6. jan 12:00 – 20:00

Kíkið við og fáið ykkur einn kappa eða flotta rakettu til að skjóta jólin á brott.

551488_10152926139416215_1301953767352490718_n

Nýliðakynningar 2014

Hefur þú áhuga á að starfa með sterkri björgunarsveit og vilt kynnast fólki sem hefur áhuga á útivist og öðru sem tengist björgunarmálum?

Nýliðaprógram Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík verður kynnt á tveimur fundum á næstunni. 28. ágúst og 1. september klukkan 20:00. Fundirnir verða í húsnæði FBSR við Flugvallaveg (milli Hertz og Hótel Natura).

Kort á ja.is140819-FBR-AD-900x900_V1

Inntaka nýrra félaga

Á aðalfundi þann 20 maí sl. gengu til liðs við sveitina 14 nýir félagar þ.e.a.s. hópur þeirra nýliða sem10348705_10204071573209184_1464321577913668109_o lokið hefur sínu öðru ári í nýliðaþjálfuninni.

Þessi öflugi hópur er:

  • Arianne Gaehwiller
  • Ásdís Sveinsdóttir
  • Bjartur Týr Ólafsson
  • Egill Júlíusson
  • Emily Lethbrigde
  • Grétar Guðmundsson
  • Guðmundur Jóhannesson
  • Haukur Elís sigfússon
  • Hákon Gíslason
  • Illugi Örvar Sólveigarson
  • Jón Trausti Bjarnason
  • Karl Birkir Flosason
  • Októvía Edda Gunnarsdóttir
  • Unnur Eir Arnardóttir

Við bjóðum þau hjartanlega velkomin.

Reykjavíkurborg styrkir björgunarsveitir í Reykjavík

Jón Gnarr, borgarstjóri og fulltrúar björgunarsveita í Reykjavík undirrituðu í dag styrktarsamning. Björgunarsveitirnar sem um ræðir eru Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Samningurinn er til þriggja ára og mun Reykjavíkurborg styrkja björgunarsveitirnar um 10 milljónir árlega til að styðja við rekstur á samningstímanum. Samtals nemur styrk fjárhæðin 30 milljónum króna og er hún greidd óskipt til styrkþega og skulu þeir sjá um að skipta styrknum á milli sín skv. sérstöku samkomulagi þar um.

Jón Gnarr, borgarstjóri, sagði við undirritun samningsins í dag að það væri afar mikilvægt að styðja við bakið á björgunarsveitunum. Liðsmenn sveitanna séu boðnir og búnir að leggja sjálfan sig í hættu til þess að koma öðrum til bjargar og það væri bæði aðdáunarvert og þakkarvert.

Meðfylgjandi er mynd sem tekin var að lokinni undirritun í dag. Frá vinstri: Haukur Harðarsson, sveitarforingi hjá Hjálparsveit skáta, Þorsteinn Ásgrímsson Melén, Flugjbjörgunarsveitinni í Reykjavík, Jón Gnarr borgarstjóri, Hrund Jörundsdóttir, formaður Björgunarsveitarinnar Ársæls og Brynjar Már Bjarnason, formaður Björgunarsveitarinnar Kjalar.

Undirskrift Bjorgunarsveita Reykjavikur 3

 

Flubbar á leið til Frakklands

Í dag héldu fimm fræknir Flubbar út til Annecy í Frakklandi þar sem ætlunin er að kynna sér starfsemi fjallabjörgunarsveitarinnar og slökkviliðsins á svæðinu. Heimsóknin mun vara í eina viku, en hún er hluti af samstarfssamningi sveitanna tveggja um gagnkvæmar heimsóknir annað hvert ár. Meðlimir frönsku sveitarinnar munu svo í vor koma í heimsókn til Íslands þar sem meðlimir FBSR kynna þeim fyrir íslenskum aðstæðum.

Það eru þau Sigríður Sif, Siggi Anton, Jón Smári, Kári og Hlynur sem fara í heimsóknina þetta árið fyrir okkar hönd, en líklega fá þau að kynnast klifri í frönsku Ölpunum og gestrisni sveitarinnar GMSP 74 (Le Groupe Montagne de Sapeurs-Pompiers de la Haute-Savoie) á næstu viku.

Frá heimsókninni fyrir tveimur árum.

Frá heimsókninni fyrir tveimur árum. – Mynd/Sveinborg.

Frá heimsókninni fyrir tveimur árum.

Frá heimsókninni fyrir tveimur árum. – Mynd/Sveinborg