Greinasafn fyrir flokkinn: Fjáraflanir

Salur FBSR til leigu

Nú er hægt að leigja salinn í félagsheimilinu út til þeirra sem hafa áhuga.  Salurinn verður leigður frá 08:00 til 18:00 á virkum dögum, helgarleiga er öllu jafnan ekki leyfð nema engin starfsemi sé ráðgerð í salnum á sama tíma.  Áfengi verður ekki leyft undir neinum kringumstæðum.  Þeir sem hafa áhuga á því að leigja salinn er bent á að hafa samband við gjaldkera FBSR sem hefur netfangið [email protected]. Salurinn hefur stórt sýningatjald, myndvarpa, stóla og tússtöflu og 15 tveggja manna borð.  Þráðlaust internet er einnig í salnum.  Ágætt aðstaða er í eldhúsinu þar sem er kaffikanna, expressovél, hraðsuðuketill og örbylgjuofn eru til staðar.  Leigjandi kemur sjálfur með kaffi og kaffipoka því þar sem ekki er starfsmaður á staðnum til að gæta þess að það sé ávallt til staðar.  Leiguverðin eru hjá gjaldkeranum sem tekur niður pantanir,  greiða skal fyrir leigu á salnum fyrirfram inn á reikning tilgreindan af gjaldkera.  Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega sendið netpóst og við svörum um hæl.
Kveðja stjórnin.

FLUGMAÐUR Á GEYSI KEYPTI FYRSTA NEYÐARKALLINN

Dagfinnur Stefánsson, sem var flugmaður á Geysi er fórst á Bárðarbungu árið 1950, keypti fyrsta Neyðarkall björgunarsveita í dag og með því hófst formlega þessi árlega fjáröflun björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Dagfinnur sagði við þetta tækifæri að björgunarmenn þeir eru fyrstir komu að flugvélinni á Bárðarbungu hafi skilað sínu hlutverki vel en ljóst sé að björgunarsveitir í dag séu mun betur í stakk búnar til að takast á við stór verkefni, eins og fluglys eða náttúruhamfarir.

Magnús Hallgrímsson og Guttormur Þórarinsson sáu um sölu Neyðarkallsins til Dagfinns en Magnús er einn af stofnendum Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri sem var ein af fjölmörgum sveitum er stofnaðar voru í kjölfar Geysisslyssins og faðir Guttorms var í fyrsta björgunarhópnum sem kom að flakinu.

Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar munu selja Neyðarkall um land allt um helgina. Verða þeir við verslanir, verslanamiðstöðvar, útsölustaði ÁTVR og víðar. Einnig verður á sumum stöðum gengið í hús.

Sala Neyðarkalls er með stærstu fjáröflunum björgunarsveita og afar mikilvæg fyrir starfsemi þeirra, ekki síst í ár en sjaldan hafa björgunarsveitir landsins tekist á við jafn stór og viðamikil verkefni. Er þar skemmst að minnast ferðar Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar til Haiti í janúar og umfangsmiklar aðgerðir í kringum eldgos á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli.

Frá flugeldanefnd.

Nú er búið að leggja lokahönd á flugeldasölu sveitarinnar 2007, pakka öllu snyrtilega niður  og undirbúningur fyrir næsta ár að hefjast.  
Vinnan þetta árið gekk vel en mikill sprettur var á mönnum undir það síðasta og margir sem lögðu sig alla fram til að treysta þessa mikilvægustu tekjustoð sveitarinnar.  
Lagermenn, Flugeldanefnd og ekki síst nýliðar sveitarinnar unnu mikið og gott starf. Mörgum getum við þakkað aðstoðina við sölu flugeldana. Sérstaklega viljum við þakka bílaumboðinu B&L fyrir að lána okkur húsnæði, starfsfóki B&L fyrir þolinmæðina og hjálpsemi alla.
Bókaútgáfan Fjölvi gaf okkur auglýsingapláss sem þeir áttu og höfðu greitt fyrir. Hafið góðar þakkir fyrir Fjölvi og Jónas Guðmundsson framkvæmdastjóri Fjölva og FBSR félagi.